VALMYND ×

Vertu næs

Nemendur 8. - 10. bekkjar var boðið á fræðsluerindið
Nemendur 8. - 10. bekkjar var boðið á fræðsluerindið
1 af 2

Í morgun hélt Rauði krossinn fræðsluerindi fyrir 8. - 10. bekk í Hömrum, undir yfirskriftinni (V)ertu næs?  - fjölbreytileiki og fordómar.  Fræðslan var létt og skemmtileg, um annars alvarlegt efni, sem þau Anna Lára Steindal og Juan Camilo stýrðu.

Í erindinu hvetur Rauði krossinn landsmenn til þess að bera virðingu fyrir náunganum, sama hvaðan hann er upprunninn.  Á Íslandi búa 320.000 manns og þar af eru um 10% af erlendum uppruna, eða um þrjátíu þúsund einstaklingar. Borið hefur á því að fólki sé mismunað eftir þjóðerni og getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt.

Leynast fordómar gagnvart innflytjendum í okkar litla samfélagi? Höfum við undirbúið jarðveginn þannig að fjölbreytileikinn dafni, og allir fái að njóta sín jafnt? Leitast var við að svara ofangreindum spurningum, enda er þetta mál sem kemur okkur öllum við og krefst þess að við lítum öll í eigin barm og athugum hvort við getum gert betur.