VALMYND ×

Vel heppnuð skautaferð hjá 6. bekk

1 af 4

Í dag fór 6. bekkur í skautaferð inn á gervigrasvöllinn á Torfnesi, sem er ísi lagður. Aðstæður voru allar hinar bestu og nutu krakkarnir útiverunnar og sýndu margir góða takta á skautunum. 

Ekki voru til skautar fyrir alla, en krakkarnir skiptust á og allir fengu að spreyta sig. Skólinn á nú nokkur pör af skautum og þiggur með þökkum fleiri slík af öllum stærðum, ef einhverjir eiga á lausu. Það væri mjög gott að eiga alla vega fyrir eina bekkjardeild svo hægt sé að skella sér á skauta með skömmum fyrirvara.

Fleiri myndir frá þessari vel heppnuðu skautaferð eru inni á myndasíðu 6. bekkjar.