VALMYND ×

Útikennsla

Þegar veður leyfir eru tækifærin nýtt til útikennslu. Í síðasta mánuði mátti sjá nokkra 7. bekkinga úti á skólalóð í smíðum þar sem þeir voru að tálga fugla undir styrkri stjórn Bjarnveigar S. Jakobsdóttur, smíðakennara. 
Nú vonum við að vorið fari að koma fyrir alvöru þannig að tækifærum til útikennslu fjölgi og skólalóðin lifni við.