VALMYND ×

Úrslitakeppni í Skólahreysti

Lið G.Í. - Á myndina vantar Stefán Frey Jónsson, sem keppir í forföllum Magnúsar Arnar Guðnasonar.
Lið G.Í. - Á myndina vantar Stefán Frey Jónsson, sem keppir í forföllum Magnúsar Arnar Guðnasonar.

Í kvöld keppir G.Í. í úrslitum í Skólahreysti í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst keppnin sjálf kl. 20:00. Við skorum á áhugasama að mæta og hvetja okkar fólk, en einnig verður keppnin sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Fyrir hönd G.Í. keppa þau Stefán Freyr Jónsson, Kári Eydal, Bríet Sigurðardóttir, Hrefna Dís Pálsdóttir, Solveig Amalía Atladóttir og Helgi Ingimar Þórðarson. Þjálfari og fararstjóri er Atli Freyr Rúnarsson. Við óskum krökkunum góðs gengis og fylgjumst spennt með.