VALMYND ×

Úrslitakeppni Skólahreysti

Keppendur G.Í. (Mynd: www.skolahreysti.is)
Keppendur G.Í. (Mynd: www.skolahreysti.is)

Í kvöld mun lið Grunnskólans á Ísafirði keppa til úrslita í Skólahreysti, ásamt 11 öðrum skólum víðs vegar að af landinu. Keppnin hefst kl. 20:00 í Laugardalshöll og verður sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.

Fyrir hönd G.Í. keppa þau Einar Torfi Torfason, Dagný Björg Snorradóttir, Daníel Adeleye Wale og Ólöf Einarsdóttir. Til vara eru þau Ívar Tumi Tumason og Guðbjörg Ásta Andradóttir. Guðný Stefanía Stefánsdóttir, íþróttakennari, er þjálfari liðsins, en auk hennar er hópur stuðningsmanna með í för. Við óskum keppendum góðs gengis og fylgjumst að sjálfsögðu vel með.