VALMYND ×

Úrslit í vöruþróunarverkefnum 8. bekkjar

Þátttakendur í verkefninu Frumkvöðlar framtíðarinnar
Þátttakendur í verkefninu Frumkvöðlar framtíðarinnar
1 af 3

Í morgun kynntu nemendur 8. bekkjar vöruhugmyndir sínar og viðskiptaáætlarnir í Þróunarsetri Vestfjarða. Dómnefnd skipuðu Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík, Ásgerður Þorleifsdóttir framkvæmdastjóri Borea Adventure, Arna Lára Jónsdóttir verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Ísafirði og Matthildur Jónu- og Helgadóttir framkvæmdastjóri Snerpu.

Krakkarnir stóðu sig allir mjög vel og töluðu dómararnir sérstaklega um það hversu öruggir þeir voru og faglegir þegar þeir kynntu hugmyndir sínar. Það reyndist dómurunum erfitt að velja einn hóp úr sem sigurvegara. En úrslitin urðu þau að fyrirtækið Kippan Ehf. í eigu Sigurðar Arnars Hannessonar, Elíasar Ara Guðjónssonar, Péturs Tryggva Péturssonar, Jakobs Thorarensen og Dariusz Nesteruk sigraði. Hugmynd þeirra var lyklakippa með mynd af gamla sjúkrahúsinu á og nýjustu fréttir herma að þessir framtakssömu drengir ætla að hefja framleiðslu sem allra fyrst.

Við óskum öllum þessum frumkvöðlum framtíðarinnar innilega til hamingju með sínar vöruhugmyndir og skemmtilega vinnu og eigum eftir að fylgjast vel með þeim í framtíðinni. Fleiri myndir frá keppninni eru komnar inn á síðuna hér vinstra megin og einnig myndband frá úrslitunum.