VALMYND ×

Úrslit í Skólahreysti

Í gærkvöld fór fram úrslitakeppnin í Skólahreysti í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Úrslit urðu þau að Holtaskóli í Reykjanesbæ sigraði, Heiðaskóli í Reykjanesbæ hafnaði í öðru sæti og Hagaskóli í Reykjavík í því þriðja. Grunnskólinn á Ísafirði hafnaði í 12. sæti en alls voru það rúmlega 90 skólar sem tóku þátt í kepnninni þetta árið. Krakkarnir okkar stóðu sig allir með sóma sem og áhorfendur sem fylgdu keppendunum eftir.