VALMYND ×

Uppskerutíð

1 af 3

Undanfarin ár hafa nemendur G.Í. sett niður kartöflur og fræ að vori og vitjað uppskerunnar að hausti. Í vor var heldur betur bætt í þessa vinnu. Að undirlagi garðyrkjustjóra Ísafjarðarbæjar voru keyptar litlar plöntur og komið fyrir í beðum og kössum í nágrenni skólans. Nemendur í 1. og 3. bekk riðu á vaðið ásamt Guðlaugu Jónsdóttur heimilisfræðikennara, þegar þeir fóru og tóku upp hluta grænmetisins, skáru niður og færðu starfsfólki mötuneytisins. Grænmetið var sett í salatbarinn og vakti mikla lukku enda varla hægt að finna ferskara og nýrra hráefni. Þetta verkefni mun án efa efla umhverfisvitund nemenda og ekki síður hafa jákvæð áhrif á neysluvenjur þeirra.