VALMYND ×

Tilnefning til hvatningarverðlauna ÖBÍ

Hluti af nemendum 6. og 9. bekkjar s.l. vor ásamt Ingibjörgu Sigríði Guðmundsdóttur, kennara.
Hluti af nemendum 6. og 9. bekkjar s.l. vor ásamt Ingibjörgu Sigríði Guðmundsdóttur, kennara.
1 af 2

Síðastliðið vor unnu þáverandi 6. og 9. bekkur  saman að verkefni varðandi aðgengi fatlaðra á Ísafirði að frumkvæði Ingibjargar Sigríðar Guðmundsdóttur, kennara. Umsjónarkennarar bekkjanna, þær Bergljót Halldórsdóttir, Hlíf Guðmundsdóttir, Bryndís Bjarnason og Guðríður Sigurðardóttur voru nemendum innan handar við vinnu og skipulag verkefnisins.

Það er skemmst frá því að segja að nú hefur Öryrkjabandalag Íslands tilnefnt verkefnið til hvatningarverðlauna sinna og býður aðstandendum á afhendingarhátíð í Silfurbergi í Hörpu 3. desember n.k. kl. 17:00 -19:00.

Í ár bárust 122 tilnefningar um 75 aðila. Það er mikill heiður að vera tilnefndur því í því felst að verkefnið hefur vakið verðskuldaða athygli, hvort heldur til verðlauna kemur eður ei.

Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á þeim sem hafa stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Verðlaunin eru veitt á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, ár hvert og eru nú afhent í áttaunda sinn. Þau eru veitt í þrem flokkum, flokki einstaklinga, fyrirtækja/stofnana og umfjöllunar/kynningar, þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki og ein verðlaun verða veitt í hverjum þeirra. 

Deila