VALMYND ×

Þorrablót 10. bekkjar

Þorrablót 10. bekkjar er ein af elstu hefðum skólastarfsins og með þeim skemmtilegustu. Árgangurinn hefur nú iðkað stífar dansæfingar undir stjórn Evu Friðþjófsdóttur danskennara, enda er mikill metnaður lagður í þorrablótið.
Blótið verður haldið föstudaginn 20. janúar á sjálfan bóndadaginn og hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30. Nemendur 10. bekkjar og gestir þeirra mæta með þorramat í trogum upp á gamla mátann og bjóða kennarar og foreldrar upp á skemmtiatriði. Að því loknu verða gömlu dansarnir dansaðir fram á kvöld.

Þeir sem eiga þjóðbúninga eru hvattir til að mæta í þeim til að gera blótið sem þjóðlegast.