VALMYND ×

Þjóðarsáttmáli um læsi

Frá vinstri: Lína Björg, Pétur, Illugi og Nanný Arna (Mynd: Ísafjarðarbær).
Frá vinstri: Lína Björg, Pétur, Illugi og Nanný Arna (Mynd: Ísafjarðarbær).
1 af 2

Í morgun undirrituðu Illugi Gunnarssyni, mennta- og menningarmálaráðherra, Lína Björg Tryggvadóttir frá Heimili og skóla, Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, undir þjóðarsáttmála um læsi í Safnahúsinu hér á Ísafirði. Nemendur 8. bekkjar G.Í. tóku virkan þátt í athöfninni og spiluðu á hljóðfæri við góðar viðtökur viðstaddra.

Menntamálastofnun hefur umsjón með verkefninu um læsi og verða ráðnir ráðgjafar sem styðja munu við lærdómssamfélag skóla og sveitarfélaga, halda námskeið og leiðbeina skólafólki um læsi og lestrarnám. Markmiðið er að öll börn geti við lok grunnskóla lesið sér til gagns.