VALMYND ×

Þemadagar

 

 

Veturliði Snær Gylfason, 9. bekk skrifar:

 

Dagana 15. og 16. nóvember voru haldnir svokallaðir þemadagar í Grunnskólanum á Ísafirði sem lýsa sér þannig að öllum nemendum skólans er skipt niður í 29 hópa (þar af einn fjölmiðlahópur sem sér um að skrifa fréttir og taka upp myndbönd um þemadagana) sem fara svo á milli stöðva og leysa ýmis verkefni eða fara í leiki. Var þar á meðal pokahlaup, alls kyns þrautir, dans og söngur.