VALMYND ×

Sýning á verkum nemenda í stjórnsýsluhúsinu

Sýning á verkefninu um aðgengi fatlaðra að stofnunum og þjónustufyrirtækjum í Ísafjarðarbæ sem 6. og 9. bekkur unnu fyrir skömmu, hefur verið sett upp á annarri hæð stjórnsýsluhússins. Á fundi MND félagsins fyrir hálfum mánuði kynntu tvær stúlkur úr 9. bekk niðurstöðurnar og fengu krakkarnir mikið lof fyrir verkið og útfærslu á því.   

Það er vel þess virði að koma við í stjórnsýsluhúsinu og sjá hversu fjölbreytt skólastarfið getur verið, en sýningin stendur yfir út þennan mánuð.