VALMYND ×

Sumarlestur

Bókasafnið á Ísafirði verður með sumarlestur fyrir börn í 1. - 6. bekk, frá 1. júní til 22. ágúst.
Til að vera með koma börnin á bókasafnið með skírteinið sitt, fá lestrarpésa og bækur að láni. Þegar búið er að lesa bók er settur miði í lukkupott og límmiði er settur í lestrarpésann. Dregið er úr lukkupottinum í lok sumars og öll börn sem hafa tekið þátt fá glaðning.
Bókasafnið hvetur foreldra til að taka þátt í þessu og koma með börnum sínum á bókasafnið til að velja bækur. Starfsfólk aðstoðar gjarnan þá sem vilja og bókalistar munu liggja frammi. Það er mikilvægt að börnin finni eitthvað að lesa sem þeim finnst skemmtilegt og sem hæfir lestrargetu þeirra til að efla lestur og auka orðaforða. Athugið að ekki er leyfilegt að skila bók samdægurs.
Foreldrar barna í 1.- 3. bekk sem fá sitt fyrsta skírteini komi með börnunum, en fyrsta skírteini er ókeypis.