VALMYND ×

Stjórnarfundur Foreldrafélags G.Í.

Stjórnarfundur Foreldrafélags G.Í. var haldinn s.l. föstudag þar sem ný stjórn skipti með sér verkum. Sveinbjörn Magnason verður áfram formaður félagsins og áheyrnarfulltrúi í fræðslunefnd. Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir verður ritari og Lea Valdís Bergsveinsdóttir gjaldkeri. Auk þeirra sitja í stjórn þær Agnieszka Tyka og Petra Hólmgrímsdóttir og til vara eru Elfa Hermannsdóttir og Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir.

Stjórnin skipaði einnig tvo fulltrúa í skólaráð, þær Elfu Hermannsdóttur og Petru Hólmgrímsdóttur.