VALMYND ×

Söngvakeppni SAMÍS

Á morgun, föstudaginn 13. janúar, fer söngvakeppni SAMÍS fram í sal Grunnskólans á Ísafirði . Þátttakendur koma frá félagsmiðstöðvunum í Ísafjarðarbæ og keppa þeir um þátttöku í söngvakeppni Samfés sem haldin verður síðar í vetur.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyrir fullorðna en kr. 1.000 fyrir 18 ára og yngri. Keppnin hefst kl. 20:00 og opnar húsið kl. 19:30.