VALMYND ×

Söngkeppni Samfés

Samfestingurinn, árleg hátíð félagsmiðstöðva á Íslandi, fer fram nú um helgina í Laugardalshöll. 

Á föstudagskvöldið verða tónleikar frá kl. 18:00-23:00 þar sem nokkur fjöldi hljómsveita kemur fram, m.a. Amabadama, Friðrik Dór, Úlfur Úlfur og FM Belfast, svo nokkrar séu nefndar.

Söngkeppnin sjálf verður svo á laugardeginum frá kl. 13:00-16:00 í beinni útsendingu á Bravó. Fyrir hönd Vestfjarða keppa þau Hilda María Sigurðardóttir og Pétur Ernir Svavarsson, frá félagsmiðstöðinni Djúpinu á Ísafirði, en þau sigruðu Vestfjarðakeppnina nú fyrr á árinu. Þau munu flytja lagið We found love (Við fundum ást) sem söngkonan Rihanna gerði frægt, við íslenskan texta Lísbetar Harðardóttur. Nokkur fjöldi nemenda unglingastigs G.Í. mun fylgja keppendum og styðja við bakið á þeim og óskum við hópnum góðs gengis og ferðar, en þau munu leggja af stað til Reykjavíkur eldsnemma í fyrramálið. 

Hér má sjá og heyra upptöku af framlagi þeirra Hildu Maríu og Pétur Ernis.