VALMYND ×

Smáréttaveisla í heimilisfræði

Annar hópur nemenda í heimilisfræðivali
Annar hópur nemenda í heimilisfræðivali
1 af 2

Heimilisfræðival hjá Guðlaugu Jónsdóttur, bauð upp á smáréttaveislu á dögunum. Matseðillinn var aldeilis fjölbreyttur, þar sem mátti sjá hrökkbrauð og hummus, sushi að hætti nemans, litlar veislupítsur, kjúklinga- og blaðlauksböku með sætri chillisósu, mexíkóskar körfur hlaðnar góðgæti, súkkulaðihrísbita og suðræna ávexti með vanillusósu.

Gestirnir, sem voru úr hópi starfsmanna, kunnu vel að meta þessar glæsilegu veitingar og gerðu þeim góð skil.

 

Deila