VALMYND ×

Skyndihjálp

Gunnlaugur Grétarsson ásamt nemendum 5. bekkjar G.Í. í morgun
Gunnlaugur Grétarsson ásamt nemendum 5. bekkjar G.Í. í morgun

Í tilefni af 90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi eru grunnskólar á landinu heimsóttir af sjálfboðaliðum. Tilgangur heimsóknanna er að minna á mikilvægi skyndihjálpar og er lögð áhersla á rétt viðbrögð varðandi aðskotahlut í hálsi, bruna og blæðingu, auk þess sem réttu handtökin við endurlífgun eru kennd.

Gunnlaugur Grétarsson, sjálfboðaliði hjá RKÍ er þessa dagana að heimsækja bekki G.Í. og fræða þá um þessi mál, auk þess sem nemendur fá að spreyta sig á hjartahnoði. 

Nánari upplýsingar má finna á vef RKÍ auk þess sem samið hefur verið skyndihjálparlag til að festa rétt viðbrögð betur í minni.