VALMYND ×

Skólatónar

Tónlistarnemendur 4. og 8. bekkjar sem fram komu í morgun
Tónlistarnemendur 4. og 8. bekkjar sem fram komu í morgun
1 af 2

Í morgun héldu 4. og 8. bekkur sameiginlega tónleika í Hömrum. Í báðum þessum árgöngum eru margir tónlistarnemar við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og léku þeir fyrir samnemendur sína og kennara. Dagskrá tónleikanna var fjölbreytt og skemmtileg og þökkum við þessum hæfileikaríku krökkum fyrir skemmtilega morgunstund.