VALMYND ×

Skólastjóraröltið

2.bekkur í Námsveri
2.bekkur í Námsveri
1 af 10

Það er alveg hreint ótrúlegt hvað hægt er að gera í samstilltum hóp. Nú hefur 1.-4. bekk verið kennt í nokkra daga á ýmsum stöðum í skólanum og ekki annað að sjá en að það gangi vel.  Starfsfólkið breytti á undraverðum tíma ýmsum rýmum skólans í kennslustofur fyrir árgangana sem þurfti að flytja úr gráa húsinu (gamla gagganum).  það er vissulega víða þröngt og margir sem hafa þurft að aðlaga sig en allir tilbúnir að gera sitt besta til að láta þetta ganga upp, bæði kennarar og nemendur og er þeim öllum þakkað fyrir það.