VALMYND ×

Skólaslit G.Í.

Síðastliðinn föstudag fóru fram skólaslit G.Í. í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Bjarni Pétur Marel Jónasson og Guðrún Ósk Ólafsdóttir.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og Ólöf Dagmar Guðmundsdóttir flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 10. bekkur bauð upp á tónlistaratriði, þar sem Karolína Júlía Edwardsdóttir og Hilda María Sigurðardóttir léku á píanó. 

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur. 

8. bekkur:

Oddrún Eva Kristjánsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

 

9. bekkur:

Bjarni Pétur Marel Jónasson hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

 

Í vetur luku 10 nemendur í 10. bekk smáskipaprófi sem er bóklegi hlutinn fyrir skipstjórnarréttindi á skip sem eru styttri en 12 metrar. Þetta er annað árið sem skólinn er í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um kennslu í þessari valgrein en margra ára hefð er fyrir henni við Grunnskólann á Ísafirði.  Nemendur sem luku prófi eru:

Elías Ari Guðjónsson, Hákon Ernir Hrafnsson, Hjörtur Ísak Helgason, Hreinn Róbert Jónsson, Ísak Rúnar Ólafsson, Jón Stefánsson, Katrín Ósk Einarsdóttir, Pétur Tryggvi Pétursson, Sigurður Arnar Hannesson og Sævar Hrafn Jóhannsson.  

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Kvenfélagið Hlíf gaf eftirfarandi viðurkenningar fyrir verk- og listgreinar:

Viðurkenningu fyrir ástundun, framfarir, áræðni, drift og jákvæðni í leiklist hlaut Arndís Þórðardóttir.

Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í tæknimennt hlaut Elías Ari Guðjónsson.

Viðurkenningu fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt hlaut Guðný Birna Sigurðardóttir.

Viðurkenningu fyrir miklar  framfarir, þrautseigju og vinnusemi í heimilisfræði hlaut Gunnar Þór Valdimarsson.

Ólöf Dagmar Guðmundsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

 

Stúdíó Dan og Hafnarbúðin gáfu viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum. Þau verðlaun hlutu Guðný Birna Sigurðardóttir og Sigurður Arnar Hannesson.

Danska Menntamálaráðuneytið gaf viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku og hlaut Karolina Júlía Edwardsdóttir þau verðlaun.

Grunnskólinn á Ísafirði veitti eftirfarandi viðurkenningar:

Viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í tækniráði hlaut Jón Stefánsson. 

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í íslensku hlaut Hekla Hallgrímsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í stærðfræði hlaut Sigurður Arnar Hannesson.

 

Tveir nemendur hlutu viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði, þau Hákon Ernir Hrafnsson og Karolina Júlía Edwardsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í ensku hlaut Unnur Eyrún Kristjánsdóttir.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í náttúrufræði hlaut Sigurður Arnar Hannesson.

 

Ísfirðingarfélagið í Reykjavík gaf peningagjöf til minningar um Hannibal Valdimarsson.  Þessi viðurkenning er veitt nemanda í 10. bekk  fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi.   Í ár skiptu tveir nemendur með sér verðlaununum þau Hákon Ernir Hrafnsson og Arndís Þórðardóttir.

 

Viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn vorið 2015 hlaut Hákon Ernir Hrafnsson.

  

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 1999 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.