VALMYND ×

Skólaslit 2013

Nýútskrifaðir 10.bekkingar
Nýútskrifaðir 10.bekkingar
1 af 8

Í gær fóru fram skólaslit G.Í. í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þau Helga Þórdís Björnsdóttir og Hilmar Adam Jóhannsson.

Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, flutti ávarp og Ragnar Óli Sigurðsson flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. 10. bekkur bauð upp á nokkur tónlistaratriði, þar sem Hjalti Heimir Jónsson lék einleik á píanó og Patrekur Brimar Viðarsson lék á gítar. Auk þess lék hljómsveitin Dúró eitt lag, en hljómsveitina skipa þeir Kolmar Halldórsson á gítar, Ragnar Óli Sigurðsson á gítar og Þórður Alexander Úlfur Júlíusson Thomsen söngvari.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar fyrir góðan námsárangur. 

8. bekkur:

Pétur Tryggvi Pétursson hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir. 

Sigurður Arnar Hannesson hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn.

 

9. bekkur:

Hulda Pálmadóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Hafdís Haraldsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir hæstu meðaleinkunn.

 

Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:

Agnes Lára Agnarsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.

Felix Rein Grétarsson hlaut viðurkenningu Laugalækjarskóla fyrir nám í sænsku.

Svanhildur Sævarsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði og náttúrufræði.

Birta María Gunnarsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í ensku.

Dagbjartur Daði Jónsson hlaut viðurkenningu frá hjónunum Guðlaugu Jónsdóttur og Karli Ásgeirssyni fyrir áhuga, metnað og iðni í heimilisfræði.

Daníel Ágúst Einarsson hlaut viðurkenningu Kvenfélagsins Hlífar fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt.

Aðalsteinn Ásgeir Ólafsson hlaut viðurkenningu Kvenfélagsins Hlífar fyrir framfarir og vinnubrögð í tæknimennt.

Agnes Lára Agnarsdóttir hlaut viðurkenningu Kvenfélagsins Hlífar fyrir áhuga, vandvirkni og vinnubrögð í textílmennt.

Eva Margrét Kristjánsdóttir og Gísli Rafnsson hlutu viðurkenningar Stúdíós Dan fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum.

Albert Jónsson og Guðmudur Sigurvin Bjarnason hlutu viðurkenningar Ísfirðingafélagsins í Reykjavík, til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning var veitt fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi.

Síðast en ekki síst hlaut Dóróthea Magnúsdóttir viðurkenningu danska menntamálaráðuneytisins fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku, auk þess sem hún hlaut viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íslensku, náttúrufræði og stærðfræði ásamt hæstu meðaleinkunn í 10. bekk vorið 2013.

 

Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 1997 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.