Skólasetning
Skólasetning G.Í. verður fimmtudaginn 22. ágúst á sal skólans og mæta nemendur sem hér segir:
Kl. 09:00 2. - 4. bekkur
Kl. 9.30 5. - 7. bekkur
Kl. 10.00 8. - 10. bekkur
Nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega ásamt foreldrum í viðtöl til umsjónarkennara. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst hjá öllum nemendum.
Við vekjum athygli á því fyrir nýja bæjarbúa og þá sem eru að skrá börn sín í fyrsta skipti í grunnskóla, að Ísafjarðarbær útvegar grunnskólanemendum sínum ritföng og námsgögn endurgjaldslaust.
Við hlökkum til komandi skólaárs, samstarfsins við nemendur, foreldra og aðra í skólasamfélaginu.
Deila