VALMYND ×

Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Lesararnir í morgun þau Hrefna Dís, Lena Rut, Jóhanna Ýr, Kári, Gautur Óli, Arnar, Lilja Borg, Viktoría Rós og Snæfríður.
Lesararnir í morgun þau Hrefna Dís, Lena Rut, Jóhanna Ýr, Kári, Gautur Óli, Arnar, Lilja Borg, Viktoría Rós og Snæfríður.

Í morgun fór fram skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar, þar sem valdir voru fulltrúar skólans til að taka þátt í lokahátíðinni sem fram fer 9. mars.

Níu nemendur úr 7. bekk lásu sögubrot og ljóð og var dómurunum, þeim Jónu Benediktsdóttur, Birnu Lárusdóttur og Baldri Inga Jónassyni vandi á höndum að velja 5 af þessum frambærilegu lesurum. Niðurstaðan varð þó sú að fulltrúar skólans verða þau Arnar Rafnsson, Kári Eydal, Lena Rut Ásgeirsdóttir, Lilja Borg Jóhannsdóttir og Snæfríður Lillý Árnadóttir. Til vara verður Viktoría Rós Þórðardóttir.
Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með góða frammistöðu og hlökkum til lokahátíðarinnar.