VALMYND ×

Skólahald með eðlilegum hætti

Nú er orðið ljóst að við munum fara á landslínuna varðandi afléttingu á samkomubanninu. Það þýðir að mánudaginn 11. maí verður skólahald með eðlilegum hætti. Skólinn byrjar kl. 8:00 hjá öllum nemendum. Mötuneytið opnar og minnum við á að hægt er að skrá í mötuneytið á http://mataraskrift.isafjordur.is   Þeir sem eru í annaráskrift þurfa ekki að skrá.
Frímínútur, frístund, sund, list-og verkgreinar, hræringur og valgreinar eru á sínum stað samkvæmt stundatöflu. Íþróttir verða kenndar utandyra eins og alltaf í maí. Skólaakstur verður með eðlilegum hætti og samkvæmt áætlun.
Við stefnum á að uppbrotsdagar í maí/júní verði eins og undanfarin ár, þ.e. vorverkadagur, íþrótta-og leikjadagur og styttri ferðir í nágrenni skólans.


Við viljum þakka foreldrum, nemendum og starfsfólki skólans fyrir skilninginn, þolinmæðina og útsjónarsemina síðustu vikur og það er þessu að þakka að við erum komin á þennan stað. Við megum samt ekki gleyma okkur og muna eftir því að gera allt það sem í okkar valdi stendur til að halda veirunni niðri. Við gerum það t.d. með góðum handþvotti og sprittun og að halda fjarlægðarmörkum þar sem það er hægt. Einnig er mikilvægt að nemendur og starfsfólk mæti ekki í skólann ef það er með flensulík einkenni heldur hafi samband við heilsugæsluna og fái sýnatöku ef tilefni er til.