VALMYND ×

Skapandi skólastarf

Lykilhæfni nemenda byggir meðal annars á sköpun, sjálfstæði og samvinnu, sem sífellt er verið að þjálfa í öllu námi. Undanfarið hafa nemendur á miðstigi verið í fjölbreyttri vinnu sem eflir þessa þætti. Í borðspilum, sem er valgrein á miðstigi, hönnuðu nemendur t.d. sín eigin borðspil frá grunni, með eigin reglum og útfærslum. Í textílmennt í 5.bekk hönnuðu nemendur svo sínar eigin sessur á stóla. Afraksturinn má sjá á meðfylgjandi myndum.

Deila