VALMYND ×

Skáldavika

Þórarinn Eldjárn
Þórarinn Eldjárn

Undanfarin ár hafa verið haldnar skáldavikur hér í skólanum, þar sem eitt ákveðið íslenskt skáld er kynnt sérstaklega. Þetta árið varð Þórarinn Eldjárn fyrir valinu og munu nemendur vinna fjölbreytt verkefni út frá verkum hans. Frá árinu 1975 hefur hann starfað sem rithöfundur og þýðandi og hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka, smásagna og skáldsagna.  Þórarinn hefur sent frá sér nokkrar ljóðabækur fyrir börn í samstarfi við systur sína, myndlistarkonuna Sigrúnu Eldjárn og hafa þær hlotið fjölmargar viðurkenningar.