VALMYND ×

Skáld í skólum

Í dag er nemendum G.Í. boðið upp á bókmenntadagskrána Skáld í skólum, sem er á vegum Rithöfundasambands Íslands í samvinnu við Miðstöð íslenskra bókmennta. Rithöfundarnir Hildur Knútsdóttir og Ísfirðingurinn Eiríkur Örn Norðdahl stinga á kýlum og leika fyrir lærdómi, lesa ljóð og prósa, sýna teiknimyndir og leiknar stuttmyndir, og ræða hvaða merkingu það hefur að vera skáld, verða skáld og þurfa alltaf að vera þetta andskotans skáld - eins og segir í kynningu

Um er að ræða 40 mínútna dagskrá í Hömrum í dag,  sem hentar öllum aldurshópum.