VALMYND ×

Sjálfstyrking

Elísabet Lorange  (Mynd: vimulaus.is)
Elísabet Lorange (Mynd: vimulaus.is)

Þessa viku hefur Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur, verið í heimsókn hjá okkur og haldið sjálfstyrkingar- og samskiptanámskeið fyrir nemendur í 5. og 8. bekk. Við höfum mjög góða reynslu af störfum hennar undanfarin ár, þar sem hún nær mjög vel til nemendahópa og vinnur með eflingu sjálfsmyndar og samskiptahæfni.

Elísabet útskrifaðist sem kennari frá KHÍ árið 1997 og lauk MA í listmeðferð árið 2005 frá University of Hertfordshire. Hún hefur unnið með börnum, unglingum og fullorðnum í einstaklings- og hópmeðferð síðastliðin 10 ár ásamt því að hafa stýrt ýmiss konar námskeiðum. Einnig hefur hún nokkurra ára reynslu sem kennari og hefur verið með námskeið í Foreldrahúsi og Ljósinu.