VALMYND ×

Sjálfsstyrkingarnámskeið

Í næstu viku býður Vá Vest hópurinn 8.bekk á sjálfsstyrkingarnámskeið. Árgangnum verður þá skipt upp í fjóra hópa og mun hver hópur vera einn dag frá kl. 9:40-14:00 á námskeiðinu. Það er Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur hjá Vímulausri æsku/Foreldrahúsi sem annast námskeiðið.