VALMYND ×

Sigursælir nemendur

Keppendurnir allir ásamt kennurum og skólastjóra T.Í.
Keppendurnir allir ásamt kennurum og skólastjóra T.Í.

Báðir hópar tónlistarnemendanna sem kepptu á lokahátíð Nótunnar í Hörpunni um liðna helgi, gerðu sér lítið fyrir og unnu báðir til verðlauna. Skólakór Tónlistarskóla Ísafjarðar vann Nótuna í miðnámi ásamt tveimur öðrum atriðum og hljómsveit píanónemenda vann sérstök ÍSMÚS verðlaun fyrir frumlegasta atriði hátíðarinnar.

Glæsileg frammistaða hjá þessu unga fólki okkar, sem við óskum svo sannarlega til hamingju með árangurinn.