VALMYND ×

Síðasti dagur fyrir jólaleyfi

Á morgun eru litlu jólin haldin hátíðleg í skólanum. Þá mæta allir kl. 9:00 spariklæddir og eiga notalega morgunstund í sínum bekkjarstofum, auk þess sem allir fara á jólatrésskemmtun í anddyri nýja skólans.

Skóla lýkur kl. 12:00 og hefst þá jólaleyfi. Kennsla hefst aftur á nýju ári föstudaginn 4. janúar 2013.