VALMYND ×

Samspil hjá 4. og 8. bekk

Í morgun buðu Tónlistarskóli Ísafjarðar og Listaskóli Rögnvaldar upp á samspils tónleika í Hömrum. Þar léku tónlistarnemendur 4. og 8. bekkjar fyrir bekkjarfélaga sína og stóðu sig með stakri prýði. Fjölbreytnin var mikil þar sem nemendur sungu, spiluðu á píanó, gítar, trommur og bassa. 

Samspil þetta hjá 4. og 8. bekk er orðið að hefð og virkilega gaman að sjá hversu gróskumikið starf fer fram hér í tónlistarskólum bæjarins. Hér er hægt að nálgast fleiri myndir frá samspilinu.

Deila