VALMYND ×

Samræmd próf í vikunni

Eins og kunnugt er þá urðu miklir erfiðileikar við fyrirlögn samræmda prófsins í íslensku sem haldið var 9. mars s.l. og í kjölfarið var stærðfræði og ensku prófinu frestað. Í framhaldi af því ákvað Mennta- og menningarmálaráðuneytið að gefa nemendum frjálst val um að taka öll prófin á tímabilinu 17. mars - 30. apríl þar sem ekki tókst að gera fullnægjandi lagfæringar á kerfinu. Í ljósi þess er fyrirlögn hinna valkvæðu könnunarprófa á pappír.

Grunnskólinn á Ísafirði ákvað að velja komandi viku fyrir fyrirlögnina. Enginn nemandi skólans er skráður í íslenskuprófið, en 5 nemendur munu þreyta stærðfræðiprófið á þriðjudaginn og 7 nemendur enskuprófið á miðvikudaginn og óskum við þeim góðs gengis. Alls eru 39 nemendur í árgangnum.