VALMYND ×

Rithöfundur í heimsókn

Í morgun kom Þröstur Jóhannesson, rithöfundur, í heimsókn í 3. - 6. bekk og las úr nýútkominni bók sinni, Bjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið. Sagan fjallar um Bjöllu sem er ein og umkomulaus í villta vestrinu. Í upphafi sögu býr hún ásamt útlaganum Gussa fingralanga í útjaðri Rjómabæjar, en óvænt brotthvarf hans breytir öllu.
Þetta er önnur barnabók Þrastar, en árið 2013 sendi hann frá sér bókina Sagan af Jóa. 

Við þökkum Þresti kærlega fyrir skemmtilegan upplestur.