VALMYND ×

Rithöfundakynning

Þessa viku fer fram rithöfundakynning á bókasafni skólans. Rannveig Halldórsdóttir, bókasafnsfræðingur, kynnir og les úr verkum Sigrúnar Eldjárns fyrir yngri nemendur og Þórðar Helgasonar fyrir eldri nemendur.

Sigrún Eldjárn hefur ritað og myndskreytt á fimmta tug barnabóka og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008 fyrir framlag sitt til íslenskrar barnamenningar.

Þórður Helgason hefur skrifað fjórar barnabækur, þrjár unglingabækur og fimm ljóðabækur auk nokkurra smásagna sem birst hafa í blöðum, tímaritum, safnritum og víðar. Þá hefur hann einnig skrifað greinar um bókmenntir í tímarit og ráðstefnurit og víðar, einkum um ljóðagerð, bragfræði og skapandi ritun, en einnig um kennslumál auk fjölda ritdóma í blöð og tímarit.