VALMYND ×

Óveðrið að ganga niður

Á morgun mun draga úr vindi og úrkomu og veður því ganga niður hægt og rólega. Við gerum ráð fyrir hefðbundnu skólahaldi  en fylgjumst vel með og látum vita ef eitthvað breytist. Við minnum á upplýsingasíma strætó sem er 878-1012 og nauðsyn þess að börnin séu með endurskinsmerki og vel klædd.

Ef foreldrar ákveða að hafa börn sín heima, þá er nauðsynlegt að tilkynna það símleiðis í fyrramálið.