VALMYND ×

Opinn dagur

Þar sem 1. desember ber upp á laugardag þetta árið, fögnum við fullveldisafmælinu á morgun, föstudag. Þá er svokallaður opinn dagur þar sem foreldrar eru sérstaklega hvattir til að kíkja við hjá okkur. Hefð er fyrir því að allir sem vilja klæðist betri fötunum og setur það ákveðinn hátíðarblæ á daginn.

Klukkan 17:00 frumsýnir svo leiklistarval skólans leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason, í leikstjórn Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur. Önnur sýning verður kl. 19:30 og stendur 10. bekkur fyrir balli að sýningu lokinni fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. Nánari upplýsingar má sjá í frétt hér á undan.