VALMYND ×

Opinn dagur

Á morgun er 1. desember, fullveldisdagur okkar Íslendinga. Sú hefð hefur skapast hér í skólanum að hafa opinn dag, þar sem foreldrar og aðrir velunnarar eru sérstaklega hvattir til að koma í heimsókn. Við vonum að sem flestir líti við og sjái það fjölbreytta og gróskumikla starf sem fram fer hér innan veggja.