VALMYND ×

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Á morgun fer fram  hið árlega skólahlaup, sem nefnist nú Ólympíuhlaup ÍSÍ. Nemendur geta nú sem áður valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að hlaupinu loknu fær hver þátttakandi og hver skóli viðurkenningarskjal þar sem greint er frá árangri. Það skal tekið fram að hér er fyrst og fremst lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. 

1. - 4. bekkur hleypur af stað kl. 10:00 frá Bæjarbrekku og inn að Engi, 5. -7. bekkur hleypur af stað kl. 10:05 inn að Seljalandi og 8. - 10. bekkur getur valið um hlaup inn að Seljalandi eða golfskála kl.10:10.

Nú vonum við bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir og allir njóti hreyfingarinnar.