VALMYND ×

Nýtt borðtennisborð

8.bekkingar sýna góð tilþrif
8.bekkingar sýna góð tilþrif
1 af 2

Í síðustu viku var vígsla á nýju borðtennisborði, sem skólinn festi kaup á fyrir unglingana okkar. Borðið hefur vakið mikla lukku og er mikið notað í frímínútum. Í morgun voru 8.bekkingar að leika í frímínútunum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Nokkrum strákum í 7. bekk datt þá það snjallræði í hug að raða saman nokkrum borðum í sinni stofu og útbúa hið fínasta borðtennisborð. 

Það er ljóst að borðtennisborðið á eftir að nýtast vel, enda hefur það verið í notkum í öllum frímínútum og virkilega gaman að sjá tilþrifin.