VALMYND ×

Nýsköpunarnámskeið grunnskóla

Sykurpúðaáskorun á námskeiðinu í dag. Mynd: Facebook síða námskeiðsins
Sykurpúðaáskorun á námskeiðinu í dag. Mynd: Facebook síða námskeiðsins
1 af 3

Í dag hófst nýsköpunarnámskeið grunnskólanna á Vestfjörðum og stendur það til föstudags. Námskeiðið er haldið af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, í samstarfi við Landsbankann, Íslandsbanka, Sóknaráætlun Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

9. bekkur G.Í. tekur þátt í námskeiðinu fyrir hönd skólans og verður gaman að sjá hvaða afurðir líta dagsins ljós eftir hugstormun nemenda. Ekki er nóg að hrinda hugmynd í framkvæmd, heldur þarf einnig að huga að fjármálum og markaðsmálum og er allt tekið með í reikninginn á námskeiðinu.