VALMYND ×

Nýjar sóttvarnarreglur

 

Nú er nýja sóttvarnarreglugerðin frá heilbrigðisráðherra komin út.  Hún gildir til og með 15. apríl. Hún lítur betur út en við þorðum að vona og verða engar breytingar á kennslu:

  • Nemendur eru undanþegnir nálægðartakmörkun og grímuskyldu.
  • Hámarksfjöldi starfsmanna er 20 manns í rými og þeir mega fara milli rýma.
  • Starfsfólk skal virða 2 metra fjarlægðarreglu sín á milli og gagnvart nemendum en nota grímu ella.
  • Viðburðir eru heimilir í skólastarfinu með þátttöku nemenda og starfsfólks en engum utanaðkomandi.
  • Hámarksfjöldi nemenda í rými er 50 og blöndun milli hópa innan sama skóla er heimil.
  • Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, sem og í mötuneytum og skólaakstri, er heimilit að víkja frá fjöldatakmörkun að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu.
  • Allir sem koma í skólann eiga að vera með andlitsgrímu.
  • Ráðstafanir skulu gerðar til að þrífa og sótthreinsa byggingar eftir hvern dag og milli hópa í sama rými.

Kennsla hefst því samkvæmt stundaskrá  þriðjudaginn 6. apríl og vonum við að ekki þurfi að gera frekari ráðstafanir.

Með ósk um gleðilega páska

Olga og Helga.