VALMYND ×

Ný stjórn nemendaráðs

Í fyrradag kusu nemendur unglingastigs nýja stjórn nemendaráðs. Úr 8. bekk verða þær Lilja Borg Jóhannsdóttir og Snæfríður Lillý Árnadóttir í stjórn, en enginn strákur bauð sig fram úr árganginum. Í 9. bekk verða það Helena Haraldsdóttir, Sara Emily Newman, Sveinbjörn Orri Heimisson og Haukur Hildimar Davíðsson og frá 10. bekk þau Dagný Björg Snorradóttir, Theódóra Björg Elíasdóttir, Einar Geir Jónasson og Sindri Freyr Sveinbjörnsson.

Formaður nemendaráðs er Ívar Breki Helgason og varaformaður Hafdís Bára Höskuldsdóttir, en þau hlutu kosningu s.l. vor.

Við óskum öllum nemendum til hamingju með þessa nýju stjórn og hlökkum til að starfa með henni í vetur.