VALMYND ×

Norræna skólahlaupið

1 af 2

Nemendur G.Í. tóku í morgun þátt í Norræna skólahlaupinu, en það fór fyrst fram á Íslandi árið 1984. Markmið með hlaupinu er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu, auk þess að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig og reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Lagt var af stað frá bæjarbrekku við Seljalandsveg. Yngstu nemendur skólans hlupu inn að Engi, miðstigið inn að Seljalandi og elstu krakkarnir inn að Seljalandi eða golfskála.

Krakkarnir stóðu sig allir með mikilli prýði og voru endurnærðir eftir góða hreyfingu.