VALMYND ×

Nemendur í smáskipanámi fá bókagjafir

Nemendur í smáskipanámi ásamt Smára Haraldssyni og Guðbirni Páli Sölvasyni. Mynd: frmst.is
Nemendur í smáskipanámi ásamt Smára Haraldssyni og Guðbirni Páli Sölvasyni. Mynd: frmst.is

Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. í Hnífsdal hefur fært þeim nemendum G.Í. sem leggja stund á smáskipanám hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Sjómannabókina eftir Pál Ægi Pétursson að gjöf. Um er að ræða handbók fyrir sjómenn í flestu því sem máli skiptir við sjómennsku og stjórnun skipa og er bókin hin vandaðasta. „Það er mikilvægt fyrir stofnun eins og Fræðslumiðstöð Vestfjarða að hafa góða bakhjarla, sem láta sig skipta starfsemi hennar og viðgang. Það á Fræðslumiðstöðin í ríkum mæli og er t.d. ánægjulegt hvað aðilar vinnumarkaðarins beggja vegna borðs, tala einum rómi í fræðslumálum fullorðinna" segir á vef fræðslumiðstöðvarinnar. 
Í vetur kennir Fræðslumiðstöð Vestfjarða smáskipanám í annað skipti  fyrir Grunnskólann á Ísafirði. Nú eru 11 nemendur úr skólanum í þessu námi og er leiðbeinandi Guðbjörn Páll Sölvason. 

Deila