VALMYND ×

Nemendur elda

Í morgun voru óvenju margir starfsmenn í mötuneyti skólans. Tilefnið var það að nokkrir nemendur tóku að sér að elda grænmetissúpuna og baka brauðið sem var á matseðli dagsins, auk þess sem þeir skáru niður ávextina fyrir ávaxtaáskrift morgunsins. Verkefni þetta var undir handleiðslu Guðlaugar Jónsdóttur, heimilisfræðikennara og Eikríks Johansonar, matráðs og fórst nemendum einkar vel úr hendi og báru þeir sig afar fagmannlega að eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.