VALMYND ×

Nemendaþing um samskipti

Í morgun var nemendaþing hér í skólanum þar sem nemendur 6. - 10. bekkjar fjölluðu um samskipti. Um 170 nemendum var skipt í 17 hópa, þar sem þjálfaðir borðstjórar úr 9. og 10. bekk stýrðu umræðum. Teknar voru fyrir spurningarnar hvað eru góð samskipti, hvað eru ekki góð samskipti, hvað geta nemendur gert til að bæta samskipti og hvað geta starfsmenn gert til að bæta samskipti. Borðstjórar gættu þess að allir væru virkir í hópunum og drógu svo saman niðurstöður sem kynntar voru fyrir nemendum, starfsfólki og foreldrum.

Niðurstöður allra hópa verða nú teknar saman og þeim komið á framfæri síðar.