VALMYND ×

Náttfatanótt

Félagsmiðstöðin Djúpið heldur sína árlegu náttfatanótt mánudaginn 20. febrúar fyrir unglingastig skólans í Sundhöllinni. Eins og fyrr mun þessi viðburður standa alla nóttina, allt húsið verður nýtt og margt að gerast.

Meðal annars  verður boðið upp á kvikmyndir og þætti á sitthvorum skjávarpanum, playstation herbergi, ball, trúbador, sund, tarzanleik, feluleik, sítrónukappát, draugasögur og margt fleira . Boðið verður upp á aðstöðu þar sem að krakkarnir geta lagt sig og verður sú aðstaða kynjaskipt.

Áætlað er að öllu ljúki um kl 7:00 á þriðjudagsmorgun og á þá allt að vera frágengið og klárt áður en haldið er heim.